Verslunarmannahelgin 2012

Þó nokkuð margir mættu í Páluhúsið um þessa helgi. Einhver sagði að yfir 30 hefðu borðað á laugardagskvöldinu. Farið var þann dag í góðan göngutúr í Hrolleifsdal, lagt upp frá borplaninu fyrir framan Bræðraá, þar sem heita vatnið er tekið til Hofsóss og gengið inn fyrir Geirmundarhól. Svo var farið í berjamó áður en nestið var borðað og berin notuð í eftirréttinn þá um kvöldið. Á sunnudeginum var Hofsós open spilað á Sauðárkróksvelli. Gunni Gests vann. Sundlaugin var mikið notuð enda veðrið með besta móti, þó oft sé það ansi gott á Hofsósi!!

Um Gestur

Gestur fæddist 6. sept.1945. Giftist 26.des.1967 Sóley Önnu Skarphéðinsdóttur. Þau eiga fimm börn og búa í Tröð, Skagafirði. Sími 4535225/8604100/8619840.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.