Hvítasunnuhelgin.

Nú um hvítasunnuhelgina var heldur betur tekið á því! Pétur, Halli, Benni, Kobbi, Steini Tómas, Gunni, Guðni,Gaui, Gestur og Steini (Pálu) afrekuðu það að klára að rífa af gólfinu á loftinu og setja síðan plast, víra, steinull og spónaplötur á gólfið, eftir að hafa sópað og ryksugað nærri 70 ára ryk og sag ofan af klæðningunni í loftinu á miðhæðinni. Setja upp portveggina, færa skammbitana upp um 20 cm. og síðan einangra milli sperra og skammbita og einnig í portveggina. Setja vír og pappa þar sem þurfti og hefta svo þolplast á allt saman. Þetta varð stærri áfangi en nokkur hafði látið sig dreyma um.
En Rósa og Helga sáu líka um að mannskapurinn hefði eitthvað að næra sig á. Fleiri konur hjálpuðu til, Sóley, Guðný, Vanda og Anna Lea.
Frábær helgi.

Um Gestur

Gestur fæddist 6. sept.1945. Giftist 26.des.1967 Sóley Önnu Skarphéðinsdóttur. Þau eiga fimm börn og búa í Tröð, Skagafirði. Sími 4535225/8604100/8619840.

One thought on “Hvítasunnuhelgin.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.