Ný gjaldskrá hefur verið samþykkt.

Gistigjöld
í Páluhúsi

Eftirfarandi gjaldskrá tók gildi 11. júlí 2015 og er hún í gildi þar til annað verður ákveðið.
Fjárhæðir eru fyrir gistingu eina nótt fyrir hvern einstakling.
Eigendur hússins greiða fast mánaðargjald og þeir og makar þeirra greiða því ekki gistigjald.
Ekki er greitt gistigjald fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.
Ekki er greitt gistigjald þegar um skipulagðar vinnuhelgar/vinnudaga er að ræða.
Afkomendur eigenda og makar þeirra greiða hálft gjald (500 kr. og 250 kr.)

1. Gestir sem gista í húsinu 1.000 kr.
2. Gestir sem gista á lóðinni (í tjaldi, hjólhýsi oþh.) 500 kr.

Greitt skal í peningum í rauðan sparibauk sem er á eldhúshillunni. Þeir gestir sem ekki eru með laust fé og komast ekki í hraðbankann á staðnum mega, sem undantekningu, greiða inn á reikning hússins nr. 310 13 79 kt. 190347-7299.
Vinsamlega færið nöfn allra gesta og dvalartímabil í gestaskrá hússins (svarta bókin).
Ef eitthvað er óljóst hafið þá samband við gjaldkera hússins sem er:
Anna Pála Þorsteinsdóttir, Fornósi 3, Sauðárkróki, í síma 453 5463 eða 863 6447.

Um Gestur

Gestur fæddist 6. sept.1945. Giftist 26.des.1967 Sóley Önnu Skarphéðinsdóttur. Þau eiga fimm börn og búa í Tröð, Skagafirði. Sími 4535225/8604100/8619840.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.