Það var aðeins í munni nágrannanna sem húsið hlaut þetta nafn. Þegar Þorsteinn og Pála reistu það aftur inni í Hofsósi, eftir að hafa tekið sundur Bræðrahúsið í Bæ, hlaut það nafnið Ægissíða. Þegar svo götum í Hofsósi voru gefin nöfn og hús við þær númeruð, fékk það númerið 19 við Suðurbraut. Þorsteinn og Pála fluttu í húsið á fyrstu dögum september 1945 og bjuggu þar saman meðan bæði lifðu. Þau helguðu Hofsósi og fólkinu sem þar bjó krafta sína. Þar eignuðust þau 6 barna sinna en þau þrjú elstu voru fædd áður. Áður en þau fluttu í Ægissíðu bjuggu þau í húsi niðri í stað sem heitir Ás.