Snorri

Snorri fæddist 23.júní 1956. Hann ólst að sjáfsögðu upp í föðurhúsum og gekk í Barnaskóla Hofsóss. Hann fór síðan í Iðnskólann og vann í Mjólkursamlagi Skagfirðinga þar til að hann fór til Danmerkur til að læra mjólkurfræði. Hann kynntist þar Anne Hoffmeier. Þau komu og unnu um tíma á Íslandi, Snorri var mjólkursamlagsstjóri á Neskaupstað um tíma, en svo fluttu þau búferlum til Danmerkur og Snorri hóf að vinna hjá fyrirtæki sem núna heitir ARLA. Hann vann fyrir það fyrirtæki til æviloka m.a. var hann 3 ár í Saudi Arabíu, 3 ár í Brasilíu og 10 ár í Leeds á Englandi.
Snorri og Anne eignuðust einn son, Pauli.
Snorri andaðist þann 1.mars 2014.


 

Pauli og Snorri i Albufeira sumar 2011

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.