Þegar krakkarnir eignuðust húsið, vorið 1995, var það orðið ansi ljótt, og reyndar alveg til skammar þarna við aðalgötu sveitarfélags sem byrjað var að byggja upp ferðaþjónustu. Þessi mynd er reyndar tekin eftir að búið var að þrýstiþvo það, svo það var ekki alveg svona ljótt.
En eftir nokkurra daga vinnu var úlitið heldur búið að breytast.
Svo gott veður var þessa vinnuhelgi að Svana Guðjóns hélt því fram að máttarvöldin væru að lýsa yfir velþóknun sinni á að húsið væri aftur komið í eigu fjölskyldunnar.
Borð voru dúkuð úti í 24° hita og logni.