Framkvæmdir.

Núna um helgina var unnið á fullu. Það sem var gert var: innihurðir settar í og karmarnir málaðir, parkettið sett á gólfin, gólflistar settir á sinn stað, sömuleiðis loftlistar, ofnar málaðir, gluggar málaðir. Svo varð Guðni eftir til að taka til, sópa, ryksjúga, og strjúka yfir gólfin.
Þeir sem gátu mætt voru: Pétur á verkfærabílnum, Halli, Kobbi, Gunni, Gestur og Guðni. Síðast en ekki síst var Rósa á staðnum til að gefa vinnumönnunum að borða, Hún fékk smá aðstoð við það frá Önnu Pálu og Sóley á laugardagskvöldinu og Gunni skaffaði rauðvínið með steikinni.