Foktjón.

Við urðum fyrir foktjóni í óveðrinu í morgun. Þetta var þó ekki neitt svakalegt tjón, það var nefnilega skjólveggurinn hjá grillinu sem fauk á hliðina. Staurarnir brotnuðu einfaldlega. Pálmi dró leyfarnar í skjól og sá til þess að brakið fauk ekki á næsta hús. Alveg er ómetanlegt að hafa svona góðan húsvörð.

Meiri vinna.

Getsur og Gaui fóru í Páluhúsið í dag og límdu upp borðann í löggina í loftinu. Síðan spartlaði Gaui umferð nr. 2 á samskeyti gifsplatnanna í loftinu. Hann stefnir svo á að fara á morgun og fara síðustu umferðina á samskeytin og klessa einhverju á borðana ef þeir hanga þá enn uppi, eins og hann orðaði það í dag. Þá á eftir að setja hornin við þakgluggann og spartla þau í kaf, og svo er hægt að fara að mála.