Stefnt er að því að vinna í rafmagni á loftinu síðustu helgina í maí. Næstu helgi þar á eftir verður svo átak gert í að setja upp innihurðir og jafnvel parkettið. Þá vantar nokkra handlangara með Pétri. Palli, Steini og Broddi verða allir fjarverandi.
Panillinn kominn á sinn stað.
Pétur, Palli og Guðni komu norður um daginn og skutu panilnum á sinn stað, þannig að nú geta handlangarar jafnvel farið að gera eitthvað. Eflaust þarf að spartla í naglagötin áður en seinni umferðin verður farin á panilinn. Málningin heitir BLÆR – sveppabrúnt.
Foktjón.
Við urðum fyrir foktjóni í óveðrinu í morgun. Þetta var þó ekki neitt svakalegt tjón, það var nefnilega skjólveggurinn hjá grillinu sem fauk á hliðina. Staurarnir brotnuðu einfaldlega. Pálmi dró leyfarnar í skjól og sá til þess að brakið fauk ekki á næsta hús. Alveg er ómetanlegt að hafa svona góðan húsvörð.
Dóttir Söndru og Árna fékk nafnið Rebekka Lena.
Henni var gefið nafn skv. reglum Siðmenntar í Tröð í dag.
Meiri vinna.
Getsur og Gaui fóru í Páluhúsið í dag og límdu upp borðann í löggina í loftinu. Síðan spartlaði Gaui umferð nr. 2 á samskeyti gifsplatnanna í loftinu. Hann stefnir svo á að fara á morgun og fara síðustu umferðina á samskeytin og klessa einhverju á borðana ef þeir hanga þá enn uppi, eins og hann orðaði það í dag. Þá á eftir að setja hornin við þakgluggann og spartla þau í kaf, og svo er hægt að fara að mála.